Bloggfćrslur mánađarins, september 2007
1.9.2007 | 11:30
Tónlistarnámiđ í betri farveg
Nú hefur menntamálaráđherra, Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir enn og aftur lýst ţví yfir ađ hún muni sjá til ţess ađ ríkiđ taki yfir menntun tónlistarnema sem eru á framhaldsstigi í tónlist og hyggst hún leggja fram frumvarp til laga á Alţingi um máliđ í vetur. Ţetta gerđi hún á fundi tónlistarskólastjóra sem haldiđ var á Bifröst í ágúst s.l. Ber ađ fagna ţessari ákvörđun.
Flest annađ framhaldsnám í landinu er kostađ af ríkinu og ţví ekki óeđlilegt ađ ríkiđ taki á sig kostnađ vegna nemenda á framhaldsstigi í tónlist, enda eru ţeir nemendur í flestum tilfellum ađ mennta sig til atvinnuţátttöku í faginu, sem tónlistarkennarar, hljóđfćraleikarar, tónskáld, tónmenntakennarar, kórstjórar, tónfrćđingar, organistar, einleikarar, einsöngvarar, hljómsveitarstjórar, djass- og dćgurtónlistarmenn, raddţjálfarar, frćđimenn tónlistarsögu, skemmtikraftar, útgefendur kennslubóka í tónlist, stjórnendur óperu- og tónlistarhúsa, upptökustjórar, tónlistarlćknar, hljóđmenn, skipuleggjendur tónlistarviđburđa, hljóđtćknimenn, hljóđfćrasmiđir, útsetjarar, útgefendur tónlistar og skólastjórar.
Tónlistarnámi er samkvćmt námsskrá menntamálaráđuneytisins skipt í ţrú stig; grunnstig, miđstig og framhaldsstig. Flestir nemendur tónlistarskólanna eru á grunnstigi eđa u.ţ.b. 87%. Um ţađ bil 13% nemenda ná ađ ljúka grunnprófi, 10% ná aldrei ađ ljúka miđstiginu og einungis 3% komast á framhaldsstig. Sennilega ţreyta einungis um 1% nemenda framhaldsstigspróf og ljúka ţar međ almennu tónlistarnámi. Ţess ber ađ geta ađ framhaldsstigsprófiđ eđa lokapróf úr íslenskum tónlistarskóla er í flestum tilfellum sambćrilegt prófum á háskólastigi. Margir nemendur á lokastigi náms í almennum tónlistarskóla á Íslandi stunda sambćrilegt nám og nemendur í Listaháskóla Íslands.
Ţessi lög sem menntamálaráđherra bođar munu ađ öllum líkindum renna greiđlega í gegnum ţingiđ. Ekki er annađ vitađ en ađ allir stjórmálaflokkar styđji ţessa breytingu. Nú er bara ađ vona ađ menntamálaráđherra láti verkin tala, -eđa láti taliđ verka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)