Ýmislegt verður sett á ís.

Þrátt fyrir samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verður ekki hægt að affrysta allt það sem tapast hefur í þessu efnahagsgjörningaveðri.  Og margt að því sem fólk telur sjálfsagðan hlut í dag verður sett á ís á næstu mánuðum.  T.d. má ætla að nú þegar hafi meirihluti þjóðarinnar endurskipulagt utanlandsferðir sínar næstu misserin, -þannig má segja að þær séu komnar á ís.  Fleira fylgir á eftir.

Það var slæmt að ríkisstjórnin skyldi ekki nota tækifærið og semja um það við ESB, í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að íslendingar tækju upp evru strax, til að koma á jafnvægi og friði og ró í efnahagslífinu.  Úr því sem komið er mun íslenska krónan verða til mikillar óþurftar í viðskiptum okkar við útlönd og mun hefta frjálsa atvinnustarfsemi, nýsköpun og þeir greinar sem stunda útflutning.

Vanda okkar hefur verið líkt við að þjóðarfleyið hafi siglt upp á sker.  Það er ljóst að þetta fley í líki íslensku krónunnar er svo laskað að það verður aldrei aftur almennilega sjófært.  Við þurfum nýtt skip úr betra efni.  Við þurfum evru í staðinn fyrir krónuna.  Þá verðum við aftur fær í flestan sjó.


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband