21.10.2008 | 11:32
Við þurfum nýtt Alþingi.
Í þeim hörmungum sem við nú upplifum þurfum við að fá að velja nýtt fólk á Alþingi og við þurfum nýja ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn sem nú hefur völdin er á villigötum þegar hún trúir því að íslenska krónan geti staðið styrkum fótum, eins og haft er eftir Össuri Skarphéðinssyni í þessari frétt. Krónan mun aldrei geta staðið styrkum fótum eftir það sem á undan er gengið, -ef við á annað borð ætlum að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
Við þurfum nýtt Alþingi sem getur sett lög um að sjávarútvegfyrirtæki skuli hafa tímabundinn veiðirétt og að sótt skuli úr íslenskri höfn, lög um hvaða rétt landeigendur eigi til nýtingar lands og að þeir nýti landið og lög um að auðlindir landsins séu eign þjóðarinnar og óseljanlegar. Helstu auðlindir eru: fiskurinn í sjónum, jarðhiti, námur, vatn, vatnsföll og afl vinds og sjávar. Að því loknu skal gengið til viðræðna um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu, en samið um það að íslendingar fái strax og án fyrirvara að taka upp og nota evru í milliríkjaviðskiptum sem og á innanlandsmarkaði.
Ríkisstjórnarfundi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.