12.10.2008 | 16:25
Jón Ásgeir þarf að bera ábyrgð á orðum sínum, -ekki Egill Helgason.
Þingmaðurinn og framsóknarmaðurinn Bjarni Harðarson segir að Jón Ásgeir í Baugi hafi verið afhjúpaður í Silfri Egils, sem kaupmannssonurinn. . . með ekkert viðskiptasiðferði. Hann segist fá á tilfinninguna eftir þetta viðtal að þessi strákur hafi kannski aldrei skilið hvarð var að gerast í kringum hann.
Bjarni Harðarson virðist sakna þess að Jón Ásgeir skuli ekki tala á sömu nótum og Egill spyrjandi þáttarins og helst svara fyrir sig með skætingi. Egill Helgason þarf ekki að bera ábyrgð á orðum sínum. Það skildi ekki vera að einmitt fyrir málefnalegan talsmáta skuli Jón Ásgeir njóta tiltrúar í viðskiptaheiminum. Það er hægt að dást að því að hann skuli mæta í þátt Egils og gera tilraun til að svara fullyrðingum Egils, -sem sumar hverjar voru einungis byggðar á dylgjum- og að hann skuli halda andlitinu allan tímann.
Það má ásaka "útrásamennina" fyrir lélegt viðskiptasiðferði, ef Bjarni Harðarson getur sýnt fram á að hægt sé að ásaka menn fyrir að byggja hús og taka til þess 20 milljónir að láni, vitandi að húsið brennur niður á nokkrum mínútum í eldsvoða.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2008 kl. 16:26 | Facebook
Athugasemdir
Ég var að horfa á þetta viðtal rétt í þessu.
Ég get ekki sé að þú né Egill sjálfur hafi eitthvað í höndum sér. Hvernig væri ef menn ætla að ræða um málið og einkum ef menn ætla að fá mann til sín í viðtal, að menn séu með staðreyndir og eða allavega rökstuddar kenningar. Ekki gaspra fram í hita leiksins hlutum sem hanga í lausu lofti.
Það var krefið sem gerði þeim þetta kleift, menn geta gagnrínt aðferðir þeirra eða siðferði en staðreyndin er sú að Egill né þú Kjartan síðin frá hvað þeir voru að gera svona ránt, hvað var ólöglegt við aðgerðir þeirra.
Verum ögn málefnalegri og missum ekki tökin á umræðunni.
Ég fyrir mitt leiti er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á öllu málinu en ég fyrirlít Egil fyrir hans vinnubrögð í þessum sjóvarpsþætti. Planið sem hann setti sig á myndi aldrei sjást í stórum sjónvarpstöðum erlendis.
Andri (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.