Íslendingar vinna of langan vinnudag

Eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar þarf að vera að auka persónuafslátt og hækka skattleysismörk. 

Það er stefna Frjálslynda flokksins að allir geti átt innihaldsríkt líf og notið þeirra gæða sem ríkt samfélag hefur upp á að bjóða.  Markmiðið er að allir getir framfleytt sér og sínum fyrir afrakstur venjulegs vinnudags, þ.e.a.s. 40 stunda vinnuviku.  Í raun gæti meirihluti launamanna látið það eftir sér, ef ríkistjórnin sem nú situr hefði það sama markmið og skilning. 

Til að þetta háleita markmið náist þurfa stjórnvöld að leggja af skattlagningu á þær tekjur sem fólk þarf að hafa til að geta framfleytt sér.  Í dag eyðir meðal-kjarnafjölskyldan, hjón með 1.8 barn 445.000 kr. á mánuði .  Þetta er hin raunverulega eyðsla eftir skatta. Á sama tíma eyðir heilbrigt einhleypt fólk 198.000 kr. á mánuði eftir að hafa greitt skattana sína.  Hvort þetta er sú upphæð sem fólk þarf til nauðþurfta skal ósagt látið, en hún er allavega langt frá þeim skattleysismörkum sem við búum við í dag, sem er um 90.000 kr.  Það að hækka skattleysismörkin strax eftir kosningar upp í 112.000 kr. og í 150.000 á næsta kjörtímabili ætti að nálgast þá tölu, eða þau laun sem fólk þarf að hafa til að geta skrimt.

Íslendingar vinna of langan vinnudag.  Þeir gera það flestir vegna þess að öðruvísi yrðu þeir fljótlega gjaldþrota.  Þar hjálpast margt að; okurvextir og verðtrygging höfuðstóls íbúðalána, dýr rekstur ökutækja vegna lélegra almenningssamgangna, skattpíning ríkisstjórnarinnar samanber 90.000 kr. skattleysismörk og fátækragildra stjórnvalda sem aldraðir og öryrkjar eru hnepptir í hjá lífeyrissjóðunum og almannatryggingakerfinu sem skammta þeim lífeyrir langt undir velsæmismörkum.

Gleðilegt sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilegt sumar Kjartan og gangi þér vel í baráttunni fyrir betra samfélagi

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir með Margréti

Ólafur Ragnarsson, 20.4.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikið rétt Kjartan og afleiðingar þess að fólk er fast í viðjum vinnu fyrir lifibrauði er lítil samvera með fjölskyldu og skortur á tíma til nauðsynlegra tengsla við mannlíf almennt. Sem aftur kann að áskapa ýmis vandamál sem einnig kosta fjármuni.

Gleðilegt sumar Kjartan og takk fyrir veturinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2007 kl. 02:14

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kjartan. Þú skrifaðir athugasemdir við pistilinn minn Bláu verurnar ekki alls fyrir löngu, og kallaðir þann sem ég skrifaði um "lukkudýr" mm  Hver heldurðu að sé búinn að setja inn athugasemd? Jú .......hann sjálfur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.4.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband