Framsókn og Sjálfstæðisflokkur auglýsa á kostnað borgarbúa

Meirihlutinn í borgarstjórn, framsókn og sjálfstæðismenn auglýsa stefnu sína í umhverfismálum í tveggja síðna auglýsingu í öllum dagblöðunum og heitir hún "Græn skref í Reykjavík".  Auglýsing þessi hefur ekkert gildi, -enginn á að svara henni og í engu er verið að vara borgarbúa við eða kalla fram viðbrögð.  Hún er ekki tilkynning um eitthvað sem búið er að ákveða eða ræða í nefndum borgarinnar og hún er ekki kosningaloforð því það eru ekki sveitarstjórnarkosningar framundan.

Hvað er hún þá?  Svarið er augljóst.  Þessi auglýsing er framlag framsóknar og sjálfstæðismanna í borginni í kosningaáróðri ríkistjórnarinnar, sem þarf á því að halda að svara hinn vinsælu umhverfisumræðu á einhver hátt.

Allir flokkar hafa málefni að berjast fyrir og meirihlutinn í borginni hefur málefnasamning til að vinna eftir.  Að kjörtímabilinu loknu leggur meirihlutinn gerðir sínar fyrir dóm kjósenda.  Þá geta þeir auglýst á kostnað flokkanna hvað þeir gerðu vel og hvað þeir ætli að gera næst og þá væri þessi auglýsing um "Græn skref í Reykjavík" eðlileg. 

Því miður eru framsóknarmenn og sjálfstæðismenn svo spilltir eftir langa valdatíð í íslenskum stjórnmálum að þeir hafa enga sómatilfinningu.  Ef eitthvað væri eftir af þeim eiginleika þá hefðu þeir spurt sjálfan sig hvernig þeir hefðu brugðist við í sporum minnihlutans.

Ég tel að hér sé um að ræða misnotkun á almannafé og brot á stjórnsýslulögum, en þau byggjast m.a. á lögum um mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband