Ofreiknaður höfuðstóll er ranglega reiknaður höfuðstóll

Það ætti ekki að vera áhyggjuefni þó svo áhugamannasamtök út í bæ, eins og Samtök atvinnulífsins skilji ekki grundvallaratriði heilbrigðs efnahagslífs og skorti almenna réttlætiskennd. Öllu verra er að geta ekki treyst á að starfsfólk Seðlabanka Íslands geti sett sig í spor almennings og hafi skilning á markmiðum ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu ofreiknaðs höfuðstóls íbúðlána. Ofreiknaður höfuðstóll er ranglega reiknaður höfuðstóll sem markmiðið er að leiðrétta.

Það er einnig umhugsunarvert að starfsfólk Seðlabankans skuli beita sér sérstaklega gegn heimilum sem eiga í greiðslu- og skuldavanda.  Það er eins og Seðlabankinn hafi engan skilning á marmiðum ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta ranglega reiknaðan höfuðstól svo engir fleiri lendi í greiðslu- og skuldavanda. Svo kann þetta fólk ekki að fara rétt með hugtök. Seðlabankafólk talar um niðurfærslu lána á sama tíma og ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta. Niðurfærsla og leiðrétting er tvö gjörólík hugtök.


mbl.is Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var sértæka kuklið hennar Jógrímu ekki fyllreynt og fordæmt í kosningum?Rúnaristur úr Svörtuloftum er best að útMá með öllu. Það að Spillt Atvinnuglæpasamtök eru á móti innspýtingu í hagkerfið sýnir best að örfáir sitja nú að kjötkötlunum og mafían vill ekki samkeppni innan sinna vébanda. Skítt með heimilin.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 11:17

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Einmitt, Kjartan. Framsóknarflokkurinn talaði í sinni kosningabaráttu um "leiðréttingu" skulda en ekki "niðurfærslu".
Það merkir að leiðrétta skuli það sem rangt og óréttlátlega hefur verið gert, en ekki gjöf.
Lánveitendur sem reiknuðu sér tekjur vegna forsendubrostinna verðbóta skulu bakreikna þær og skila þeim til viðkomandi lántakenda.

Kristinn Snævar Jónsson, 24.6.2013 kl. 11:29

3 identicon

Niðurfærsla og leiðrétting er tvö gjörólík hugtök. Ofreiknaður höfuðstóll og höfuðstóll sem reiknaður er samkvæmt þeim forsendum sem hann á að fylgja eru tveir ólíkir hlutir. Það er ekki hægt að segja eitthvað leiðréttingu þegar ekkert er rangt. Lánin fylgdu þeirri forskrift sem þeim var gefin, samið var um og ætlast var til. Réttnefni er því niðurfærsla. Enda viðurkennt að það verður ríkiskassinn sem tekur á sig að borga mismuninn því engar forsendur eru fyrir "leiðréttingu" sem lánveitendur þyrftu að standa skil á.

SonK (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 12:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýju bankarnir fengu lánin á hálfvirði.

Tók Seðlabankinn mið af því þegar hann skrifaði umsögnina?

Nei líklega ekki.

Case closed.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 13:56

5 identicon

Hvað kemur það málinu við á hvaða verði einhver hluti lánanna var seldur? Það fylgdu engar hvaðir. Klúður seljanda skrifast ekki á kaupendur. Ef þú færð bíl á hálfvirði er það tap seljandans og ekki hægt að þvinga þig seinna til að selja hann á lægra verði en samskonar bíl.

Ingi m (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 15:10

6 identicon

Niðurfærsla lánanna þegar þau voru færð yfir í nýju bankanna skiptir nefnilega mjög miklu máli. Nýju bankarnir fengu talsverðan afslátt á lánunum og tók afslátturinn mið af áætluðum endurheimtum sem aftur tóku mið af framtíðarspám um hagvöxt.

Toni (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband