Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki stærri

Dagar Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafls eru sennilega taldir.  Sigur flokksins nú er varnarsigur.  Gamlir félagar hafa yfirgefið flokkinn og þrátt fyrir mikla óánægju með ríkisstjórnarflokkana fær hann lítið óánægjufylgi. Upplýsingatæknin mun varna því að gömlu flokkarnir leiki sér óábyrgt með kosningaloforðin. Það sýndi sig í þessum kosningum að almenningur mun refsa flokkunum fyrir svikin kosningaloforð og óhæfa gjörninga. Það stendur upp á Framsóknarflokkinn að efna sín kosningaloforð. Geri hann það ekki verður honum illilega refsað eftir 4.
mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsjárhyggjudólgar fara ekki að kjósa frelsi í bræðiskassti. Þá liggur framsókn þeim mun nær en sjallar. Hins vegar kusu nokkuð margir frelsissinnar framsókn í stað skalla, einfaldlega af því þeir buðu þeim fleiri peninga. Svo þú sérð að skallar geta vel orðið stærri ef þú bara hugsar málið.

En ég hef bara eitt að segja við þá frelsissinna sem létu framsókn tæla sig og það er að þeir sem afsala sér frelsi fyrir örryggi eiga hvorugt skilið.

dagur (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, eitthvað virðist hann vera að rýrna. Hann þarf mikið að brillera til að halda í horfinu, vegna þess að nýjar kynslóðir eru á leiðinnisem hafa aðrar hugmyndir.

En hann á svo auðvelt eftir niðurrifsstjórnina. Allt sem hann gerir mun virðast mikil bót.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband