18.4.2013 | 18:52
Fjórflokkurinn fái frí.
Alþingiskosningar eru ekki knattspyrnukeppni. Þetta snýst ekki um að halda með sínu gamla liði í rauðu peysunum eða þeim bláu. Fjórflokkurinn hefur svikið flest allt sem hann sagðist standa fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vildi berjast fyrir frelsi einstaklingsins, en hefur eignað frelsið útvöldum einstaklingum og fyrirtækjum, Framsóknarflokkurinn var flokkur samvinnuhugsjönarinn, en endaði sem hækja Sjálfstæðisflokksins og er samsekur um efnahagvanda þjóðarinnar, Samfylkingin hefur svikið stefnu sína í jafnréttismálum og sveik öll helstu kosningaloforð síðustu kosninga, Vinstri grænir sviku alþýðuna og hafa reynt að trufla og eyðileggja flest sem hefur horft til bóta í samgöngum og atvinnuuppbyggingu. Gefum þessu fólki og flokkum frí, - við fáum ekki neitt verra í staðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.