Góðir embættismenn, en lélegir hugsjónamenn

Þessir Alþingismenn sem nú sitja væru góðir embættismenn.  Þeir eru tilbúnir að gera eitthvað þegar þeim er bent á að kannski séu til reglur sem þurfi að fara eftir.

Á Alþingi vantar hugsjónafólk.  Fólk sem breytir reglunum að eigin frumkvæmi. Fólk sem skilur að reglurnar eru til að þjóna því lífi sem við viljum lifa, en ekki öfugt.

Helgi Hörvar hefur nú í 4 ár horft á lánastofnanir ræna stærstum hluta af eignum fólks.  Nei,  hann hafði ekki burði til að gera neitt í málinu fyrr en núna, - af því að kannski er það bara ólöglegt að nota svindlútreikninginn á neysluverðsvísitölunni og verðtryggingunni til að hækka upprunalegan höfuðstól íbúðalána?


mbl.is Verða að upplýsa lántakendur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

M.ö.o: Jaaa, það má svosem hengja almúgann, en það verður að grísa á lengdina á reipinu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 23:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi svikabullútreikningur miðað við gerviforsendur hefur verið ólöglega notaður á íslenskum neytendalánum i tvo áratugi.

Það er fyrirsláttur að tala um að núna þurfi að breyta þessu til að banna það.

Þetta hefur í raun verið bannað allan tímann, og er bannað núna.

Verður líka bannað áfram þó að engin breyting verði gerð á lögum.

Eini tilgangurinn með breytingu núna gæti því verið að ljá þessu lögmæti.

(Það er einmitt þannig sem þeir fara að því að plata ykkur.)

Pössum okkur á Alþingismönnum, þeir gera göt á allt sem líkist lagafrumvarpi.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 01:05

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Helgi Hjörvar viðurkennir ekki að forsendubrestur hafi hitt lán heimilana, hann sagði síðasta vinnudag eða reyndar var komin nótt á Alþingi núna fyrir Jól að því miður þá væri staðan þannig að heimilin væru ENN að eyða um efnum fram og þess vegna á ekkert að gera...

Eyða um efnum fram eru stór og niðrandi orð til fólks sem er að gera sitt besta úr því sem það hefur...

Eyða um efni fram væri hægt að segja ef það væri ljóst að almenningur væri að gera svo en þegar endar eru ekki að ná saman vegna þess að mánaðar innkoma dugir ekki hjá meirihluta þeirra sem eru í þessari stöðu, er ekki hægt að segja að svo sé.

Þessi orð Helga Hjörvar eru niðrandi fyrir þá sem eru í þessari erfiðu stöðu og vissulega eru alltaf svartir sauðir innan um en það má ekki dæma heildina út frá þeim örfá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.2.2013 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband