Fer Mogginn vísvitandi með rangt mál?

"enda skulda Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins." - er það? Var það ekki alveg örugglega banki í einkaeigu sem bjó til þessa skuld? Var íslenska þjóðin ekki örugglega búinn að segja að hún ætlaði ekki að taka á sig þessa skuld? Á ekki bara að standa þarna "íslenskir aðilar" í staðinn fyrir "íslendingar"? Standi þetta þessum orðum í hinni erlendri frétt, væri þá ekki rétt að Morgunblaðið minnti á það að Íslendingar væru jú búnir að hafna slíkum málatllbúnaði?
mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er búið að halda uppi þeim áróðri frá því að Landsbankinn fór á hausinn að íslenskir skattgreiðendur skuldi Hollendingum eitthvað. Sífellt reynt að fela þá staðreynd að Björgólfur Thor var í raun skuggastjórnandi þessa fyrirbæris og ætti að vera ábyrgur sem slíkur ...persónulega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2013 kl. 10:20

2 Smámynd: Landfari

Mogginn er að segja frá frétt frá Hollandi. Nú hef ég ekki séð frumfréttina enda breytti það litlu því ég kann ekki Hollensku en ég geri ráð fyrir að þetta sé rétt eftir haft.

Mogginn getur ekki breytt fréttinni efti því hvað þeim finnst réttast. 

Landfari, 21.1.2013 kl. 11:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Æðsti löggjafi Íslands, íslenska þjóðin, hefur þegar komist að niðurstöðu sem er sú að ekki skuli vera ríkisábyrgð á innstæðutryggingunum.

Afstaða Hollendinga segir hinsvegar allt sem segja þarf um hvers vegna við eigum alls ekki að leggja slíkan sæstreng.

Þess má geta að EFTA-dómstólinn mun kveða upp úrskurð sinn vegna Icesave eftir slétta viku. Hann getur þó ekki úrskurðað um greiðsluskyldu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2013 kl. 12:16

4 Smámynd: Óskar

Voðalega er erfitt að skilja þetta.  Íslenska þjóðin ber ábyrgð á þessu klúðri af eftirfarandi ástæðum:

1. Hún kaus yfir sig fábjána sem einkavæddu bankana og þannig varð Icesave til.

2.  Idjótið sem var seðlabankastjóri á þessum tíma afnam bindiskyldu bankanna sem gerði Icesave ránið alltof auðvelt.

3.  Bankar eru í eðli sínu aldrei einkafyrirtæki, þeim ber að framfylgja mjög ströngum alþjóðlegum reglum og lögum.  Í þessu tilviki voru þær þverbrotnar og það var vitað en ÍSLENSKIR eftirlitsaðilar lyftu ekki litlu tá til að stöðva vitleysuna, hvað þá meira.

Reikningurinn á annars með réttu heima í Valhöll eða Hádegismóum - kjóssendur sjálfstæðiflokksins geta svo séð um restina enda hefði þetta aldrei komið til hefði sá flokkur ekki undirbúið jarðveginn fyrir ránið.

Óskar, 21.1.2013 kl. 13:56

5 identicon

"enda skulda Íslendingar þeim háar fjárhæðir vegna Icesave-málsins."  Var það ekki alveg örugglega banki í einkaeigu sem bjó til þessa skuld?..... Var það ekki örugglega Íslenska ríkið sem yfirtók bankann með öllum eignum og skuldum? Er ekki Íslenska ríkið núverandi eigandi þessa fyrrum einkabanka? Getur skuldari eftir hentugleika einhliða ákveðið að hann skuldi ekkert?

sigkja (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 14:41

6 Smámynd: Landfari

Guðmundur, það er alþingi en ekki þjóðin sem setur  okkur lögin.

Það er ekki að furða Óskar að þú eigir erfitt með að skilja þetta því ég held að það séu fáir sem skilja þetta endemis bull sem þú lætur frá þér.

Það er nú einmitt af því að bankinn var einkavæddur sem ríkið hefur minnst með þetta mál að gera. Það er í mörgum öðrum atvinnugreinum sem framfylgja þarf ströngum alþjóðlegum reglum og lögum. Í þessu tilfelli var  einmitt settur á fót Innistæutryggingasjóður að kröfu og reglum Evrópusambandsins. Það kom svo bara í ljós við hrunið að þessar reglur voru meingallaðar og hefur nú verið breytt. En það var ekki á ábyrgð ríkisins hvað þær voru gallaðar.

Er ekki einfaldara að segja bara að Íslendingar eigi að greiða þetta af því að þér er illa við Davíð?

sigkja, Landsbankinn sem stofnaði til þesara reikninga fór á hausinn. Íslenska ríkið tók ekki yfir allar eignir og skuldir. Þær eru í þrotabúinu sem skilanefnd stýrir. Íslenska ríkið stofnaði nýjan banka og keypti af þrotabúinu stærsta hlutan af innlenda rekksrinum. 

Landfari, 21.1.2013 kl. 18:25

7 identicon

Það ætlar að reynast erfitt að fá innbyggjara til að átta sig á vissum grundvallar atriðum vegna Icesave. Þrátt fyrir alla umræðuna og útskýringar. Bara tvö atriði sem hafa skal í huga.

1. Þegar Icesave III (Buchheit-samningur) var lagður fyrir þjóðina var valið um samningaleið eða dómsleið. Ég endurtek, um samningaleið eða dómsleið.

Valið var aldrei að greiða eða greiða ekki, né hvort ríkisábyrgð væri á innistæðutryggingum.

2. Það virðist vera svo, því miður, að einhverskonar ríkisábyrgð sé allsherjarregla í öllum nágrannalöndum á innistæðutryggingum.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 20:10

8 Smámynd: N1 blogg

Hvenær hefur Mogginn farið vísvitandi með rétt mál?

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband