9.11.2012 | 06:55
Eignabruni?
Fréttamaður Morgunblaðsins kemst réttilega að orði þegar hann kallar minnkandi eigiðfé húsnæðiseigenda eignabruna. En hann ætti að spyrja hver hafi kveikt í, - hver sé orsakavaldur þessa bruna og hvar slökkviliðið sé. Hann gæti einnig kannað hvort eignunum hafi hreinlega verið rænt og að í samfélaginu gangi um ræningjar og hverjir þeir séu.
Eignabruni heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það logar enn bjart - verðbólgan er bensín á bálið.
Á meðan bálið logar eru stofnaðir fasteignasjóðir - lífeeyrissjóðir og bankar hirða fasteignir á það sem þeir kalla "tombóluverð" (uppboð og brunaútsala) og græðgin er svo yfirgengileg að þeir keyptu allar eigulegar eignir í hverfum 101 , 105 og 107 í október og nóvember 2012, fyrir 40 miljaraða.
Sömu sjóðir telja þetta afar góða fjárfestingu - vegna þess að það er húsnæðisskortur í þessum sömu hverfum ?
Þá þykir þeim ástæða til að gerast leigusalar á meðan enn brennur þannig að það komist ekki upp hversu mikið þeir hafa grætt á íbúðunum sem þeir hafa hirt af fjölskyldum landsins.
Þessi ógeðfeldu viðskipti eru stunduð á vakt FME og eru að sjálfsögðu ekki talinn siðleg - en svo lengi sem þau eru "lögleg" er engin sem grípur inn.
Manni verður bara bumbullt..
Fríða Guðríður Ásmundardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 08:59
Nú þarf almúginn sjálfur að taka ráðin í sínar hendur. Það eru kosningar framundan. Það þarf að sjá raunhæfa lagasetningu í Alþingis - FYRIR kosningar. Ganga þarf milli bols og höfuðs á púkunum á fjósbitanum. Moka þarf út úr Alþingisfjósinu og skipa á bása alveg upp á nýtt ef ekkert gerist á 3 mánuðum. Þá þarf samtakamáttur almúgans að sýna sig, svo ekki fari milli mála. Annars er taflið tapað.
Almenningur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 08:59
Fríða, þetta er satt og rétt hjá þér. Ítarefni:
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Hrúturinn (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 09:06
Það er svo merkilegt að þessir 400 milljarðar sem eigið fé heimilanna hefur minnkað um er nokkurnveginn sama fjárhæð og áfallnar verðbætur á sama tímabili. Samt hefur húsnæðisverð ekkert hækkað og á frekar inni lækkun ef eitthvað er þar sem húsnæðisbólunni var aldrei leyft að springa.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2012 kl. 11:53
Almenningur, ég er sammála þér að almúginn sjálfur þurfi a taka málin sínar hendur og kjósa annað fólk inn á alþingi. En hvað segja nýjustu kannanir? Sjálfstæðisflokkurinn fær yfir 40% og mun mynda ríkisstjórn næst, líklega með Framsókn. Þá höfum við nákvæmlega sömu ríkisstjórn og var hér í 18 ár fyrir hrun. Ekki munu þeir aftengja hina sjálfkrafa vítisvél sem verðtryggingin er. Íslendingar eru með gullfiskaminni og sleikja kvalara sína af miklum móð.
Margret S (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.