Íþróttabandalag á villigötum.

Maraþonhlaup á götum úti er ekki einkamál. Bann við myndbirtingum eða samningur við einhvern aðila um einkarétt á myndbirtingum af hlaupinu stenst ekki lög og er þar að auki andstætt markmiðum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.
mbl.is Bannað að birta myndir úr maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Höfundarréttur mynda hlýtar að liggja hjá þeim sem myndirnar tekur. Hann einn getur ákveðið hvort og hvar þær eru til sýnis.

Að halda að einhver einstaklingur eða félagasamtök geti eignast rétt á byrtingu mynda af atburði sem fram fer á opinberum vettvangi, að ekki sé talað um götum borgarinnar, er auðvitað út í hött.

Telji íþróttabandalag Reykjavíkur sig geta átt einhverra hagsmuna að gæta í þessu sambandi, hefðu þeir að sjálfsögðu átt að láta reyna á bann við myndatöku af atburðinum. Það hefði sennilega gengið svolítið illa hjá þeim, en einungis þar gæti verið spurning um höfundarétt.

Þar sem íþróttabandalagið bannaði ekki myndatökur, kemur því ekkert við hvað þeir gera við sínar myndir, sem þær tóku.

Ég trúi ekki að aðstandendur hlaup.is láti þetta yfir sig ganga.

Gunnar Heiðarsson, 23.8.2012 kl. 18:05

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Er þetta hlaup sett upp í hagnaðarskyni fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur?

Það á ekki að gera almannaíþróttir að féþúfu líkt og gerst hefur með margar aðrar íþróttagreinar. Yfir Reykjavíkurmaraþoni á að ríkja andi gleði og léttleika en ekki öfugsnúinn rembingur einhverra sem telja sig ekki græða nóg. Það á ekki að verðleggja gleðina og ánægjuna yfir unnum afrekum yfir í krónum og aurum.

Það er eins og ekkert megi gera orðið í dag án þess að einhver sjái gróðaleið.

Er ekki nóg komið af svoleiðis hugarfari?

Hjalti Tómasson, 23.8.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband