Hefndarþorsti

Nú er hægt að byrja að leita að kynferðisafbrotamönnum í hvaða skúmaskoti sem er, því brot þeirra fyrnast aldrei.  Þetta var samþykkt á Alþingi fyrir nokkrum dögum. 

Það minnir mig á stríðsglæpamennina sem hafa framið þjóðarmorð, þeir munu víst hvergi hólpnir -alla sína tíð. 

Þannig má nú t.d. reyna að finna menn sem einu sinni sem ungir drengir frömdu glæp í saklausum leik, þó þeir hafi sannarlega ekkert illt haft í huga og vissu ekki hvað þeir voru að gera, samanber hinn unga íslending sem í Bandaríkjunum hlaut margra áratuga fangelsi fyrir heimskulegt bernskubrek.

Einhvern veginn finnst manni að tímanum og orkunni Alþingis væri betur ráðstafað í að reyna að setja lög til að koma í veg fyrir glæpi en vera stöðugt að búa til reglur svo hægt sé að leita hefnda.

Góð byrjun væri t.d. að Alþingismenn byrjuðu á að svara því hvort glæpahneigð sé meðfæddur eiginleiki eða áunninn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var löngu tímabært að koma þessu lagaákvæði í gegn. Gerir ábyggilega mörg málin auðveldari í meðhöndlun sem upp eiga eftir að koma. ....Svo er langur vegur frá saklausum bernskubrekum að slíkum hræðilegum verknaði sem kynferðisafbrot er!!

Heiðbjört (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 16:17

2 identicon

Kjartan,  þú hefur eitthvað misskilið þetta. Það er enginn að tala um bernskubrek bara  alvarlegustu brotin. Þá er um að ræða fullorðna karlmenn sem eiga holdlegt samræði við börn. Það eru svívirðilegir glæpir af allra verstu sort sem eiga aldrei að fyrnast frekar en morð.

B.Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:40

3 identicon

Halló?? Að bera þetta saman við unga Íslendinginn þarna úti er fáránlegt ?!?! Hann hefði í fyrsta lagi aldrei verið dæmdur hér heima..  Fyrir utan það.. þá mátt þú hafa þína skoðun á þessu máli.. gott og vel. Ég er að vísu ekki sammála henni en þó finnst mér aldrei gaman að neinum nornaveiðum.. og trúi því heldur ekki að íslendingar fari út í slíka vitleysu.

Við skulum fara varlega í að dæma aðra alltaf..

Björg F (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 02:28

4 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Ég sé nú ekki að það eigi að fara og leita með logandi ljósi að gerendum en það á að gefa þolendum kost á að kæra síðan er það dómstóla að skera úr um sekt eða sakleysi. Ég hef nú það mikla trú á íslensku réttarkerfi að ég býst nú ekki við dómi eins og þeim sem Aron Pálmi fékk, enda er verið að tala um fullorðna afbrotamenn sem eru að fremja alvarleg brot á börnum.

Bjarnveig Ingvadóttir, 1.4.2007 kl. 12:04

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Lög og reglur koma ekki í veg fyrir glæpi af þessu tagi.

Ómar Örn Hauksson, 1.4.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband