Lögreglan á villigötum - lífið er ekki tölvuleikur

Er ekki kominn tími til að lögreglan hætti þessum eltingaleik við uppdópaða ökumenn og taki upp nýrri og betri starfsaðferðir? Lífið er ekki hasarmynd eða tölvuleikur sem hægt er að rístarta þegar í óefni er komið.


mbl.is Stefndi lífi fólks í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Á semsagt lögreglan að leyfa þessum hálfvitum að stofna lífi mínu og annarra, jafnvel barnanna minna í hættu með svona hálfvitaskap???

Ég segi NEI, taka þá úr umferð og það þó að eltingarleik þurfi til, sírenuvælið hjá lögreglu ætti að vera nóg til að aðrir átti sig á hvað sé í gangi.

Það eru oftast brotamennirnir sem vilja hasarinn, man allavega ekki eftir neinum lögreglumanni sem þráir hasarmyndaeltingaleiki, og þekki þó nokkra lögreglumenn...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Ólafur Björn: Viltu ekki lesa textann minn aftur? Þar stendur að ég vilji að lögreglan taki upp aðrar starfsaðferðir. Það er nefnilega hægt að ná til þessa fólks á annan háttt en að haga sér eins tími Villta Vestursins sé ekki liðinn.

Kjartan Eggertsson, 19.9.2013 kl. 09:35

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég las textann og ég trúði ekki að það væri til fólk sem léti svona frá sér fyr en eftir að hafa lesið þennan texta þinn fjórum sinnum. Ég stend við hvert orð sem ég ritaði enda alinn upp af lögreglumönnum og hef starfað mikið í kringum þá og með þeim þó ég sé á öðrum vettvangi.

Dópista er ekki hægt að ræða við ef þeir ætla sér að gera eitthvað, það veit ég af raun, og það kennir mér reynslan líka. Þetta fólk er orðið veruleikafyrrt af neyslu og þá neyðist lögreglan oftar en ekki að fara þessa leið.

Ef þú villt notast við aðrar aðferðir væri kanski réttast að þú reyddir fram fé til þess arna, allavega hefur lögreglan ekki nægt fjármagn til að standa sólahringsvaktir yfir hverjum einasta vitleysing...

Ólafur Björn Ólafsson, 19.9.2013 kl. 10:10

4 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Ólafur Björn: ekki minntist ég á að það þyrfti að ræða eitthvað sérstaklega við dópistana. Hins vegar er í flestum tilfellum hægt að ná til ökumanna með því einu að skoða eftirlitsmyndavélar, sem eru t.d. mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Eltingarleikur lögreglumnar við þetta fólk skapar meiri hættu en að láta hann vera, en hafa svo hendur í hári þess þegar það hefur stöðvað bifreiðina.

Kjartan Eggertsson, 19.9.2013 kl. 13:03

5 identicon

Já ok. þú telur semsagt að lögreglan sé að leika sér? "eltingarleikur" Ertu ekki alveg í lagi? Fyrir það fyrsta þá ber þeim skylda til að stoppa fávita sem hegða sér svona áður enn þeir drepa sjálfa sig og jafnvel aðra. Td barnið þitt á leið í skóla? Enn svo gerist það oft og þá sérstaklega þegar u er að ræða mótorhjól að þeir séu látnir sleppa í gegn enn hyrtir upp seinna.

Lögreglan metur aðstæður hverju sinni og gerir það sem rétt er að gera. Enn Guði sé lof þá leita þeir ekki ráða hjá gáfumenni eins og þér ;o) Hvað kom fyrir svo ég spurji bara? Varstu stoppaður fyrir hraðakstur? Eða sonur þinn kannski tekin og bíllinn skemdur eftir strákinn þinn?

óli (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 14:13

6 identicon

Ágæti síðuskrifari, komdu með tillögur að öðrum starfsaðferðum. Hefurðu einhverja lausn?

Harr (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 15:02

7 identicon

Það er semsagt best að láta ofsaakstur afskiptalausan og hafa einfaldlega samband við eiganda bílsins daginn eftir eða við tækifæri til að benda honum á að umferðarlög hafi verið brotin og svona megi ekki.

Ef hann hefur orðið fyrir því óhappi að drepa einhvern eða limlesta þá er það semsagt skárra en að gera allt sem hægt er til að stoppa hann strax og færi gefst.

Held að hann Hr. síðuskrifari þurfi að koma með býsna góð rök fyrir því að leyfa svona fávitum að klára aksturinn.

Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 18:29

8 Smámynd: Kjartan Eggertsson

óli; Við höfum dæmi um dausföll vegna eltingaleiks lögreglunnar. Ég og mitt fólk ekur eins og venjulegt fólk, en ég hef áhyggjur mínu fólki í umferðinni og þá sérstaklega þegar lögreglan hefur sinn eltingarleik.

Harr: Ég er búinn að nefna hér í athugasemdardálknum að ein aðferð lörglunnar til að ná ökuföntum sé að nota betur eftirlitsmyndavélar þessarar þjóðar.

Maron Bergmann: það voru ekki mín orð að láta ofsaakstur afskiftalausan. Ökumenn sem aka á ólöglegum hraða og uppgötva að lögreglan hefur nappað þá taka oft heimskulegar ákvarðanir, - eins og til dæmis þá að reyna að stinga lögregluna af. Eltingaleikur af því tagi hefur sannarlega leitt til dauðsfalla.

Kjartan Eggertsson, 19.9.2013 kl. 19:07

9 identicon

Eyddu þessu bloggi.

Jóna (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 21:31

10 identicon

Hversu mörg dauðsföll ætli hafi orðið annarsvegar "vegna" afskipta lögreglunnar og hinsvegar þar sem lögreglan hefur misst af viðkomandi??

Alveg ótrúlega heimskulegt þegar ábyrgðinni af fíkniefnaakstri eða ofsaakstri og eftirför lögreglu er alfarið skellt á lögregluna.

En þú hefur ekki ennþá komið með hugmyndir að því hvernig á að ná til ökumanna sem ekki virða stöðvunarmerki lögreglu öðruvísi en að veita þeim eftirför.

Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband