Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

"Undarlegar" þjóðhátíðarræður

Það var undarlegt að frétta að í þjóðhátíðarræðum sínum 17. júní 2007 hefðu forsætisráðherra og fv samgönguráðherra viðurkennt að fiskveiðistjórnunarkerfið væri ófullkomið og að það hefði mistekist.

Forsætisráðherra sagði: "kvótakerfið er ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk".  Hvað hann á við nákvæmlega er erfitt að skilja því hann segir í sömu andrá að "háværasta gagnrýnin á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi er að menn fái ekki að veiða meira og meira."  Staðreyndin er sú að flestir útgerðarmenn og sjómenn og byggðalög hafa í fleiri ár búið við stöðugann aflasamdrátt af völdum tilskipana ríkistjórnar Sjálfstæðisflokksins, þannig að þeir veiða minna og minna.  Kannski er forsetisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu einungis að tala við stórútgerðarmenn sem hafa stöðugt sölsað undir sig stærri hlut af veiðiréttindum landsmanna og veitt meira og meira.

Fyrrverandi samgönguráðherra sagði: "áform um uppbyggingu fiskistofna með kvótakerfið sem stjórnkerfi fiskveiða virðast hafa mistekist. . . .   Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja."  Því miður er fyrrverandi samgönguráðherra enn við sama heygarðshornið og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur verið frá upphafi, að rugla saman uppbyggingu og viðhaldi fiskstofnanna annarsvegar og veiðiréttindum hinsvegar.  Hrun sjávarbyggða stafar af  óréttmætu veiðiréttindakerfi.  Uppbygging fiskistofna og viðhald þeirra er algjörlega óskylt veiðiréttindakerfinu og vandinn þar er oftrú stjórnvalda á opinberar rannsóknarstofnanir.  Því þrátt fyrir að búið sé að sanna að kenningar þessara stofnana um vistkerfi sjávar séu rangar, skal enn á þeirra tillögum byggt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband