"Ég er góður" segja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. En eru þeir það?

Ég er góður frambjóðandi.  Ég vil öllum vel. Ég hef gott hjartalag. Ég skynja vandann. Ég vil gera allt það sem allir eru sammála um. Ég vil að allir hafi vinnu, geti gengið í skóla, geti greitt af húsnæðislánunum sínum og hafi frelsi til afhafna.  Ég vil velferðarkerfi, gott heilbrigðiskerfi og menntakerfi.  Ég vil allt það besta og ætla að berjast fyrir þvi og sv. fr.

Þetta má lesa úr prófkjörsbæklingi þeirra sjálfstæðismanna sem barst nýlega inn á hvert heimili í Reykjavík.  

En þar er varla aukatekið orð hjá nokkrum frambjóðenda um það hvernig hann ætlar að ná þessu fram.  Sá frambjóðandi sem fyrstur er í bæklingnum og ætlar að bjarga heimilunum, lýsir þó einni framkvæmd; hann ætlar að bjarga heimilunum með "einfaldri lagasetningu", -þeir eru ekki flóknir hlutirnir í augum frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Það er nóg að vilja bara vel í nokkra daga og svo beitum við "einfaldri lagasetningu".

Hverju lofuðu sjálfstæðismenn fyrir síðustu kosningar?  Hvað hafa þeir staðið við?  Hvernig hafa þeir stjórnað landinu?  Hverjar eru afleiðingar af setu þeirra í ríkisstjórn í samfleytt 18 ár? Um hvað ætluðu þeir að standa vörð?

Bankakerfið er hrunið, -atvinnuréttindi í sjávarútvegi eru á útvalinna fárra höndum, -sjávarútvegsfyrirtæki skulda hundruði milljarða sem þjóðin mun þurfa að gjalda fyrir, -landbúnaðurinn er skuldugur upp fyrir haus, -atvinnuleysi er gríðarlegt og eykst stöðugt, -meirihluti heimila er kominn í skuldaánauð vegna okurvaxta, verðtryggingar, verðbólgu og gengishruns, -hvar sem stigið er niður fæti í íslensku samfélagi grasserar spilling og afturhald.

Verði þér að góðu íslenska þjóð að kjósa þetta lið enn einu sinni yfir þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það mætti halda að þessir frambjóðendur telji sig búa yfir guðlegum kraftaverkamætti. Snarpur pistill Kjartan.

Finnur Bárðarson, 8.3.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Allt rétt Kjartan.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.3.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband