Mat Seðlabankans byggt á geðþótta.

Á sama tíma og Geir H. Haarde, forsætisráðherra spáir í það hvernig best sé að bregðast við ástandinu, leikur aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands lausum hala og ræðst nú á restina af fjármálafyrirtækjum landsins.

Það fer að verða auðvelt að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson í fararbroddi sé með plan.  Planið gangi út á það að sölsa undir sig alla fjármálastarfsemi í landinu og leggja í hendurna á útvöldu fólki.  Skítt með þjóðarhag.  Og burt með alla sem ekki geta gengist undir dynti bankastjórans.

Nú hefur Seðlabankinn krafið fjármálafyrirtæki um ný veð vegna eldri lána.  Seðlabankinn, með sínum frábæra reiknistokki hefur komist að þeirri niðurstöðu að opinbert verðmæti verðbréfa fyrirtækjanna, sem liggja að veði vegna lána frá bankanum sé akkúrat 50% lægra í dag en það var fyrir nokkrum dögum.  Bara allt í einu, -á einum degi- eru þau felld um helming.  Og -svo takktinum sé haldið í leikriti Seðlabankans þá skulu fyrirtækin reiða fram ný veð á innan við sólarhring.  Því miður bendir þessi slétta tala, 50% til þess að hér sé ekki faglega að málum staðið, heldur sé um geðþóttaákvörðun að ræða. 

Bankinn segir að bréfin hafi verið að rýrna á undanförnum vikum.  Sé það rétt þá er einkennilegt að bregðast við með þessum hætti.  Því miður þá virðist engin stofnun eða fyrirtæki í þessu landi geta starfað af sæmilegu öryggi þar sem krumlur fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra landsins Davíðs Oddssonar koma nálægt.  Virðing eða upplýst umræða virðast ekki vera til í orðabóka þessa manns og bitnar jafnt á fyrirtækjum sem einstaklingum og um leið á almenningi. 

Ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn viti af þessu?


mbl.is Vonandi niðurstaða fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband