Rannsóknir Hafró

Nú hefur Hafrannsóknarstofnun hins íslenska ríkis komist að enn einni niðurstöðunni um það hvernig megi "byggja upp" þorskstofnin við Ísland.  Lagt er til að veiða 130 þús. tonn á næsta fiskveiðiári.  Ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörðun að fara eftir þessum tillögum. 

Á sama degi og ákvörðun er tekin lýsir forstjóri hafrannsóknarstofnunarinnar því yfir að hann vilji efla rannsóknir í hafinu kringum landið.  Maður spyr:  Voru tillögur stofnunarinnar ekki byggðar á nægilega góðum rannsóknum?  Er kannski ekki alveg víst að þorskstofnin muni "byggjast upp"?  Hvað er það sem forstjórinn vill rannsaka betur?  Er hann að ímynda sér að með meiri rannsóknum megi komast að annari niðurstöðu um hversu mikið megi veiða af þorski árlega?

Það er eitthvað mjög undarlegt í gangi í samfélagi sem leggur heilu byggðarlögin í rúst út á takmarkaðar rannsóknir og vafasamar rannsóknarniðurstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Kjartan!Satt að segja er maður alveg að fara úr öllum límingum þegar maður hugsar um þessa samkundu sem kennir sig við haf og rannsóknir.Ímyndaðu þér forsemdurnar sem þeir gefa sér til að reikna út stofnstærð þorsksins.Það er þetta svokallaða togararall.Ég hef verið að blogga svolítið um þetta furðufyrirbæri að undanförnu.Þessi ósköp byrjuðu fyrir einhverjum tugum ára,með japansbyggðu togurunum.Það er notaður sami útbúnaður og var notaður af togurum á þeim tíma.Sömu hlerar.eins bobbingar og þá og sama höfuðlínulengd.Allt þetta eru menn lönguhættir að nota.Nákvæmlega sömu togsvæði.Það sagði mér um daginn einn skipstjóri sem var þátttakandi í þessum asnalátum.Þeir voru að toga á sinni fyrirfram ákveðnu slóð.fengu lítið nokkrum sjómílum vestar voru "ekki rallstogarar"að mokfiska.Þá spurði skipstjórinn fiskifræðinginn ef þeir tækjum eitt hol hjá hinum hvort stofnstærðin myndi ekki rjúka upp,jú það myndi hún ugglaust gera var svarið.Hvers konar vísindi eru nú þetta?Sami skipstjóri sagðist hafa orðið að fara á öskuhauga til að ná í réttu hlerana.Nú eru sennilega menn frá Hafró snuðrandi út um víðan brotajárnsvöll til að finna viðeigandi græjur fyrir næsta rall.Hver er það sem leyfir ekki að reiknilíkun Hafró séu uppdateruð frá grunni.Hver græðir á þessum fjan.... fornaldar vinnubrögðum.Menn hljóta að þurfa að fara að svara því:kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 8.7.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband