Bönnum skoðanakannanir

Hvaða tilgangi þjónaði það fyrir einu ári að gera skoðanakannanir og sýna fygli Frjálslynda flokksins í Reykjavík vera 3% svo 5% þá 9% og aftur 6%?  Flokkurinn fékk 10.1% atkvæða. Getur það verið að þessar lágu tölur hafi dregið úr einhverjum að greiða flokknum atkvæði sitt?  Getur verið að þessar lágu prósentutölur hafi hvatt einhverja til að ljá flokknum atkvæði sitt?

Frá mínum bæjardyrum séð er það alveg skýrt að lágar fylgistölur í könnunum eru ekki hvetjandi fyrir kjósendur.  Því miður þá er mannssálin þannig að hún þráir öryggið í félagskap hinna glaðsinnu, en það verða þeir sem fylgja sigurliðinu í kosningunum í vor.  Og hvert er sigurliðið? Það er öruggast að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því hann er stærstur, verður stærstur eftir kosningar þó svo hann tapi fylgi og flestir andstæðingar hans vilja vinna með honum í ríkisstjórn eftir kosningar samkvæmt skoðanakönnunum.

Skoðanakannanir hafa áhrif á hvaða flokki fólk greiðir atkvæði sitt.  Þess vegna á að banna þær samkvæmt lögum mánuði fyrir kosningar.  Það myndi ekki einungis halda hópsálinni niðri, heldur einnig auka veg málefnalegrar umræðu í fjölmiðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið gerð rannsókn á þessu og sama hvað við þykjumst vera sjálfsörugg og með eigin skoðani,- sýndi þessi tiltekna rannsókn að við göngum ansi langt í að vera eins og "allir hinir"!

Heiðbjört (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála

Ólafur Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skoðanakannana-gerðar-fólkið hefur mikið að gera þessa daga. Stórvertíð!

Er ekki hlynnt skoðanakönnunum svona stuttu fyrir kosningar. Svo margir sem hafa ekki sjálfstæðan vilja og horfa bara lengd súlnanna í línuritunum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Kolgrima

Hvað segirðu, eru margir sem ekki hafa sjálfstæðan vilja?

Kolgrima, 18.4.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband