Umferðarlagabrot "í boði" lögreglunnar.

 "Á þessari leið braut hann fjölda umferðarlaga auk þess sem hann var undir áhrifum áfengis og fíkniefna.", segir í frétt blaðsins. Á lögreglan engin önnur úrræði til ná svona fávitum en að aka á eftir þeim á trillingslegum hraða eins og í tölvuleik sem hægt er að "rístarta" ef illa fer?
mbl.is Ökuníðingur braut allar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei þessir löggæslumenn eru að deyja úr töffaraskap og hafa sennilega horft á of margar löggumyndir í bíó. Þeir ættu kannski að snúa sér að því að finna morðingja Guðmundar og Geirfinns, eða hvort þeir hafi yfirleitt dáiðeldu

Sjá mynd :r en að valda svona mikilli hættu í umferðinni. Já og læra að stöðva þessa kóna án Serpicoaðferða.

http://predikarinn.blog.is/users/c4/predikarinn/img/umfer_arbrot.jpg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.2.2014 kl. 08:24

2 identicon

Ég hef löngum talað fyrir því, að brezka leiðin verði farin. Sá mótleikur tíðkast í Bretlandi skv. lögum og gengur út á það að bíll ökuníðingsins er umsvifalaust keyrður burt og settur í bílapressuna meðan verið er að skrifa sektarmiðann.

.

Hér á Íslandi er ekkert gert til að stöðva þessa drullusokka, þeir eru yfirheyrðir, fá sekt sem þeir aldrei borga, missa ökuréttindi sem þeim er alveg sama um og endurtaka svo leikinn næsta dag, því að þeir eru ennþá með bílinn. Engir þessara ökuníðinga fara í fangelsi nema þeir keyri á löggubíl.

.

Til þess að geta tekið bíl ökuníðingana á staðnum og eyðileggja, þarf lagabreytingu. Ef bara alþingismenn og -konur myndu nú taka puttan úr gatinu á sér og semja lög þessa efnis, þá yrði það áhrifamesta einstaka öryggisráðstöfun síðan vinstri handar akstur var tekinn upp. En ég er vonlítill um að nokkuð gerist fyrr en einhver ættingi þingmanns er drepinn af fíkli undir stýri.

.

Fyrir nokkru þegar einhver skrifaði færslu um þetta, komu hörð viðbrögð frá einhverjum sem kvartaði undan því að með brezku leiðinni væri verið að eyðileggja verðmæti, sérstaklega ef bíll fíkilsins væri nýr og dýr. Veðmæti, my ass! Þetta eru morðtæki í höndum heiladauðra vitfirringa, ekkert minna!

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 13:26

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur D.

Ég er ekki hissa á að heyra frá þér að þú virðir einskis þinglýstar eignir eða verðmæti eins og þú hefur skrifað víða á blogginu um tíðina.

Eignir skal hirða af þeim sem þér líkar ekki við án dóms og laga.

Sem betur fer eru 99.99999999 þjóðarinnar ekki á þínu máli Pétur D. og því færð þú sem aðrir að halda eigum þínum. Hins vegar verða allir að bæta tjón sem þeir valda samkvæmt lögum og það á við um ökuníðinga sem og Pétur D. .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2014 kl. 00:06

4 identicon

"Eignir skal hirða af þeim sem þér líkar ekki við án dóms og laga."

Prédikari, annað hvort ertu ólæs, staurblindur eða bara einfaldlega vitlaus. Segðu mér, hvaða hluta af þessari setningu: "Ef bara alþingismenn og -konur myndu nú taka puttann úr gatinu á sér og semja lög þessa efnis,..." er það sem þú skilur ekki?

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 13:04

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur D.

 Kannast þú ekki við eigin skrif sem vísað er til í þessu samhengi, eða vantar allt minni í þig ? Farðu yfir skrif þín um tíðina og þá mun fyrir þér ljúkast skilningur á því sem hér er vísað í ýms fyrri skrif Péturs D.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2014 kl. 15:14

6 Smámynd: Aztec

Um hvern fjandann ertu að tala? Hvað þýðir orðið 'lagabreyting' í setningunni sem ég skrifaði: "Til þess að geta tekið bíl ökuníðingana á staðnum og eyðileggja, þarf lagabreytingu." Ha?

Sérstaklega fyrir þig, Prédikari: Stjórnmálafræði 103: Lagabreyting þýðir 'breyting á lögum', sem venjulega hefur verið lagt fyrir Alþingi og samþykkt þar með meirihluta atkvæða. Ertu einhverju nær, Prédikari? Fyrst breyta lögum og síðan farga bílum þrjótanna. Ekki 'án dóms og laga'. Skilurðu núna? Er farið að rofa til í hausnum á þér?

.

Prédikari, þú ert annað hvort nettröll og skrifar bara einhverja heimskulega dellu bara til að vera í andstöðu, eða þú styður ökuníðingana með ráð og dáð. Hvort er það?

Aztec, 17.2.2014 kl. 17:18

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er „Aztec“ Pétur D. sem sagt þrátt fyrir það sem stendur á þeirri síðu ? Annað verður ekki lesið úr því sem þú skrifaðir :

„Hvað þýðir orðið 'lagabreyting' í setningunni sem ég skrifaði: "Til þess að geta tekið bíl ökuníðingana á staðnum og eyðileggja, þarf lagabreytingu." Ha?”

Já merkilegt. Gaman að einhver vilji kenna mér lögfræði en hana kann ég upp á fyrstu einkunn.

Ég styð nákvæmlega það sem segir í færslum mínum.

Aztec/Pétur D. er svo blautur á bak við eyrun sín að þegar búið er að „pressa” bíl ökuníðings þá er gulltryggt að sá hinn sami mun aldrei það sem eftir lifir ævi sinnar setjast undir stýri á bifreið og aka henni !

Óskaðu eftir því við Alþingi í leiðinni að framsóknarafdalahugsunarháttur eins og þinn verði bannaður með lögum svo enginn tali á þennan veg sem þú almennt gerir um víðan völl á nýjan leik og síðan væri fínt að þeir samþykki lög um að það rigni mátulega hverja nótt eftir miðnætti til klukkan fjögur um morguninn og síðan verði sólskin yfir daginn allt árið um kring og hitastigið verði þetta á bilinu 16 þegar kaldasti tími ársins er og um 35-38 á heitasta tíma ársins.

Verður ekki dásamlegt að búa á Íslandi eftir að lög um þessi þrjú atriði verða samþykkt ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2014 kl. 22:10

8 identicon

Ég skrifaði aldrei að ökuníðingurinn myndi aldrei aftur fá sér annan bíl, en það tekur einhvern tíma að skaffa peninga fyrir öðrum bíl. Þá myndi dólgurinn ekki endurtaka leikinn strax næsta dag. Ef svona lög væru í gildi hefði mátt forðast mörg slys í umferðinni.

.

Þessir ökuníðingar sem dópa sig og drekka áður en þeir setjast undir stýri og þeir ökuníðingar sem sífellt taka hættulega sénsa við rauð ljós og framúrakstur eru stórhættulegir og það verður að koma þeim burt af götunum, því að þeir eru ekki hæfir til að stjórna ökutækjum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 23:14

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Aztec", sem á höfundarsíðu sinni -- http://aztec.blog.is/blog/aztec/about/ -- segist heita María Guadalupe Palma Rocha og dreifir alls kyns órahugmyndum um fornkristin málefni, virðist líka heita Pétur D.!

Saga til næsta bæjar.

Jón Valur Jensson, 19.2.2014 kl. 01:34

10 identicon

Jón Valur, við María skiptumst á að skrifa færslur. Þetta er ekki óalgengt á moggablogginu. Það er vitað mál, að margir sem hafa bloggsíður skrifa líka athugasemdir undir öðrum nöfnum, svo að þetta er ekkert saga til næsta bæjar. Margir skrifa jafnvel undir fjöldanum öllum af dulnefnum í sömu umræðu, þótt við höfum aldrei gert það. Sumir hafa jafnvel verið teknir í því að rífast við sjálfa sig á sama umræðuþræði.

.

Okkur hefur stundum grunað, að þú sjálfur, Jón, stæðir að baki Prédikaranum, því að skoðanir hans eru yfirleitt öfgafullar þegar kemur að trúmálum. En við vitum það ekki og okkur er alveg sama. Því að það eru málefnin og það sem er skrifað um þau sem skipta máli og þau eru ekki grundvöllur fyrir atlögur ad hominem.

.

Hins vegar, þar eð María ber ábyrgð á færslunum, verður ekkert skrifað sem hún samþykkir ekki. Þess vegna skrifum við engar ærumeiðandi færslur á blogginu. Og athugaðu, að gagnrýni á skipulögð trúarbrögð eða bókstafstrú í hvaða mynd sem er, eru ekki ærumeiðandi ummæli. Í færslum um Nýja Testamentið höfum við t.d. ekki skrifað neitt slæmt um Jesú og fjölskyldu hans, frekast þvert á móti. Hins vegar stendur gagnrýni okkar á bókstafstrú kaþólsku kirkjunnar óhögguð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 16:18

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur D./Aztec.

Það er ekki ónýtt að vera líkt við Jon Val, hvað þá að vera talinn vera hann - mikill heiður.

Þeir sem þekkja til Jóns Vals vita að hann var nánast búinn með doktorsnám sitt í guðfræði við Cambridge, sem mig minnir að hafi að stórum hluta fjallað um gömlu kirkjufeðurna, en hann varð vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sem ekki varð við ráðið með mannlegum mætti, að hverfa heim til Íslands.

Guðfræðikunnátta Jóns Vals er djúp og skilningur hans þar mikill, enda hugsar hann sem sannur akademiker og setur ekki fram neitt sem ekki á sér grunn í rannsóknum hans sjálfs eða annarra ekki minni manna í fræðunum. Því er það oft á tíðum grátbroslegt að lesa skrif gagnrýnenda kristninnar, þar sem ýmsir fara mikinn með þekktum sleggjudómum göturæsisins, hvað þeir eru oftast grunnhyggnir og grípa iðulega til óskammfeilinna fjölmæla í anda hinna illa þokkuðu Hildiríðarsona um kirkjudeildir og einstaklinga sem þar starfa eða koma við sögu. Jón Valur á heiður skilinn og þökk hins kristna samfélags á því hversu óþreytandi hann hefur verið í vörn fyrir Guð vorn og reyndar einnig íslenskt samfélag í heild sinni.

Það eru miklar töggur í Jóni Vali það hefur hann sýnt um áratugi. Þá skal því ekki gleynt að „af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá” og það á við Jón Val svo sannarlega því hann talar ekki einungis, heldur framkvæmir eins og sést best í vinnu hans við lífsverndina. Þar hefur hann kostað til sínum eigin sjóðum auk margra annarra hans líka innan þeirra raða og styðja við stúlkur/konur í neyð, bæði með fjárstyrk sem og húsaskjóli og fæði þegar þess þarf. Betri gerast Samverjar ekki og verður Jón Valur sístur til að verða sá sem varað var við : „Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum.”

Þessi verk sín vinnur Jón Valur í hljóði af gæsku sinni og Guðsótta og er næsta víst að hann kunni mér litlar þakkir fyrir að skrifa um það hér. Ég má til því hann er lýsandi dæmi um það sem Frelsarinn átti við í þessum efnum „En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir svo að ölmusa þín sé í leynum”. Þannig hefur Jón Valur hjálpað hinum smæsta og þurfandi í Guðsríkinu.

Þá skal ekki gleyma því hversu góður penni Jón Valur er og er ég ekki síður hreykinn af að vera talinn vera hann af þeim sökum einum þó hitt sem á undan er rakið væri undanskilið.

En síst skil ég ykkur samt því þarna er Jón Valur mér mun fremri eins og í svo mörgu öðru auk þess sem stíll okkar er ekki eins.

Þá skil ég heldur ekki alveg ykkur sem vaðið um bloggheima á mis skítugum skónum og þykist öðrum fremri í kristnum fræðum að það er einnig í sumu munur á okkur Jóni Vali dr. h.c. í guðfræðinni.

Svo skal ekki gleyma því að það er eiginlega kristaltær staðreynd sem ætti öllum að vera ljós sem eitthvað les í bloggheimum að Jón Valur er mikilvirkur skrifari á bloggi sem á öðrum vettvangi einnig og hefur hvergi verið að leyna því hver hann er og bera ýmsar heimasíður þess vitni, því er það enn furðulegra að nokkur skuli halda mig hann, því hvergi leynir hann því hver skifar hverju sinni.

Læt ég hér staðar numið að sinni, þó margt mætti tína til meira um ágæti Jóns Vals en of langt mál yrði að telja upp hér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2014 kl. 20:52

12 identicon

I rest my case.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband