Útreikningur bankans er glæpur.

Útreikningur Arionbanka á íbúðaláni Elsu Láru, þingmanns Framsóknarflokksins er að mínu mati ekkert annað en glæpur. Við búum í réttarríki og það þarf að draga bankastjórana og eigendur bankans fyrir dóm og láta þá gjalda fyrir. Þeir plötuðu fólk til að taka lán á öðrum forsendum en notaðar eru við að uppreikna höfuðstól lánanna. Best væri að Alþingi setti neyðarlög og yfirtæki allar lánastofnanirnar og endurreiknaði öll íbúðalán á forsendum þróunar dagvinnukauptaxta. Það væri sanngjarnt og heiðarlegt.
mbl.is Þingmaður þarf að borga 5,8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sanngjarnt og heiðarlegt fyrir hvern?

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 19:18

2 identicon

Við búum í réttarríki og fyrri bankastjórar og eigendur bankans veittu fólki lán á nákvæmlega þeim forsendum sem notaðar eru við að uppreikna höfuðstól lánanna. Og lánin hafa hagað sér nákvæmlega eins og þeim var ætlað og allir vissu um. Óðaverðbólga á Íslandi er algeng og allir þekkja afleiðingarnar og áhrifin á verðtryggð lán. Kjósi fólk að loka augunum fyrir því er ekki við bankastjórana að sakast.

Ef Alþingi endurreiknaði öll íbúðalán á forsendum þróunar dagvinnukauptaxta þyrftu skattgreiðendur að borga mismuninn. Við búum í réttarríki þar sem ekki er farið eftir einhverri bjagaðri "réttlætiskennd" skuldara og ímynduðum rétti ríkisins til að stela frá fjármálastofnunum sem hvorki á sér stoð í lögum né stjórnarskrá.

Espolin (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 19:24

3 identicon

Espolin.....við búum einmitt ekki í réttarríki.

Vandamálið í hnotskurn er það að fólk almennt áttaði sig ekki á því hvernig þessi verðtryggðu lán (ólán) virkuðu.

Auðvitað átti fólk að vita betur, en útreikningar fjármálastofnana sem fólk fékk í hendurnar við lántöku voru oftast (oft) án verðbólguþáttarins. Þá voru áráðursmaskínur bankanna sem nefndar voru greiningardeildir á fullu að spá verðhækkunum á íbúðarhúsnæði og almennri velmegnun hér næstu árin. Þ.e. sérfræðingarnir sáu engin vandamál framundan.

Að auki er rétt að benda á að önnur lán voru annað hvort ekki í boði hér eða varla í boði fyrir hrun.

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 19:48

4 identicon

Þínir pistlar um íbúðarlánin eru athyglisverðir. Röksemdir sannfærandi. Lán sem var 27 milljónir árið 2007 og nú um 45 milljónir þrátt fyrir afborganir stenst ekki. Lánsupphæðin hefur hækkað um 66 prósent. Forsendubrestur hefur orðið þar sem laun hafa lítið hækkað. Dollari og evra hefur ekki hækkað jafn mikið á tímabilinu. Háir vextir og verðtrygging bæta ekki stöðuna.

Sigurður Antonsson (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 23:28

5 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Greiðslumat hvers þess sem tekur íbúðalán er forsenda lánveitingar. Þar kemur fram að launakjör lántakanda ákvarða lánsupphæð og lánstíma. Ef þessar forsendur eiga ekki að standa telst greiðslumatið blekkingarleikur og slíkt er einfaldlega ólöglegt. En til að lánastofnanirnar skilji það þarf að fá þær dæmdar fyrir dómstólum.

Kjartan Eggertsson, 30.7.2013 kl. 01:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við búum í réttarríki og fyrri bankastjórar og eigendur bankans veittu fólki lán á nákvæmlega þeim forsendum sem notaðar eru við að uppreikna höfuðstól lánanna.

Endilega sýndu okkur lánssamning þar sem er gerð grein fyrir þessum forsendum með löglegum hætti.  Hef verið að vinna að þessum málum í tvö ár og á enn eftir að sjá einn slíkan.

Og eigum við að tala um hvort hér sé réttarríki.

Samkvæmt kennsluefni í fyrstu vikunni í lögfræðinni eru til að mynda fullnustugerðir einkaaðila (vörslusviptingar) óheimilar, en þær hafa verið framkvæmdar hér í þúsundatali, með ekki einungis vitund lögreglu heldur beinlínis samþykki og þáttöku hennar í að hylma yfir glæpina.

Réttarríki??? Piff......

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 13:33

7 identicon

Þessi frétt segir mér bara það að það verður að fara að setja skilyrði fyrir því hvaða aðilar eru valdir sem þingmenn.

Skv. því sem fram kemur í fréttinn þá fór Elsa Lára alls ekki í 110% aðferðina. Hins vegar virðist hún hafa farið í sértæki skuldaaðlögunina. Í 110% aðferðinni þá voru allar skuldir umfram 110% af virði eignarinnar afskrifaðar strax. Í sértæku skuldaaðlöguninni var hins vegar sá hluti lánsins sem fór yfir 110% af virði eignarinnar sett á biðlán. Í framhaldi gerði lántaki samning við lánveitanda um að restin af láninu yrði í skilum í 3 ár og að því uppfylltu þá yrði biðlánið fellt niður. Í þessari aðgerð felst það líka að ef viðkomandi lántaki greiðir ekki af láninu í samræmi við samninginn og lendir í vanskilum með þá þá endurvaknar biðlánið og viðkomandi þarf að greiða það allt. Greinilegt er af fréttinni að þingmaðurinn hún Elsa Lára hefur bara ekki hugmynd um það hvaða samninga hún er búin að gera að hvernig fjármálum sínum er háttað. Maður hlýtur að setja stórt spurningarmerki við þingmann sem ekki kann skil á eigin fjármálum hvaða erindi hann eigi inn á Alþingi.

Til viðbóta þá má upplýsa þingmanninn um það að ef hún er 2 mánuðum á eftir með greiðslur af láninu þá er það ekki í skilum eins og hún virðist skilja það. 2 gjalddagar sem ekki hafa verið greiddir eru vanskil og það ætti hún að skilja þegar hún sér dráttarvextina af greiðslunum. En eins og alþjóð veit þá eru ekki reiknaðir dráttarvextir af neinu nema vanskilum.

Hann Sigurður Antonsson ætti síðan að skoða nánar það sem hann er að setja á blað. Útreikningurinn hans er vitlaus þar sem hann tekur vitlausar tölur. Skv. þingmanninum þá var lánið 26 milljónri í upphafi ekki 27 milljónir eins og hann notar í útreikningnum. Eftirstöðvar lánsins eru því 73% hærri en upphaflega lánsfjárhæðin en ekki 66%. Á sama tíma hefur verðbóla verið tæp 52%. Það segir manni bara það að þingmaðurinn hefur aukið lánsfjárhæðina með vanskilum eða frystingu og hefur því ekki verið að greiða af láninu. Til viðbótar hafa laun að meðaltali hækkað um tæp 41%. Þetta þýðir að ef við gefum okkur að laun lántakans hafi verið 500 þúsund við lántöku og greiðslubyrði 100 þúsund þá hefur greiðslubyrðin verið 20%. Í dag ætti greiðslubyrðin m.v. að staðið hefði verið í skilum með lánið að vera um 173 þús. en launin (m.v. að viðkomandi hafi haldið í við meðaltalið hér á landi) ætti að vera um 705 þúsund. Það þýðir að greiðslubyrði ætti að vera í tæplega 25%, þ.e.a.s. að greiðslubyrðin hafi aukist um tæplega 5% á þessu tímabili.

Og þá spyr ég er 5% forsendubrestur og blekkingarleikur?

Höfum hlutina rétta (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 13:50

8 identicon

"Til viðbótar hafa laun að meðaltali hækkað um tæp 41%..." Þvílíkt rugl...Hafðu þá hlutina rétta, fyrst að þú telur þig meiri mann en annar í skrifum um þessi mál. - Í það minnsta, komdu með haldbærar og vel útskýrðar sannanir fyrir þessu. - Þvílík þvæla.

Már Elison (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 14:17

9 identicon

Már málið er einfalt. Um mitt árið 2007 var launavísitalan 6932 þann 1. ágúst verður hún 9752. Munurinn á þessum tveimur tölum er 40,68%. Allt skv. mælingum Hagstofu Íslands og eru opinberar tölur.

Launavísitalan sýnir þróun launa í landinu þ.m.t. launaskrið þannig að þetta er allt ruglið. Hafi launin þín hins vegar ekki hækkað eins mikið á þessu tímabili, þá tilheyrir þú einfaldlega þeim hluta landsmanna sem ekki hefur haldið í við meðalmanninn.

Spruningin er því hver er að þvæla??

Höfum hlutina rétta (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 16:22

10 Smámynd: Már Elíson

Afsakaðu, "Rétti hlutur"...Ég hélt að hú værir að tala um launataxta og hvað almennt fólk fær útborgað. Nei, ekki var það víst svo. Ekki það sem stendur á einhverjum pappírum og skv. hinu og þessu eða þessarri og hinni "stofnuninni" með endalausa þvælu um "launavísitölu".

Það hlaut að vera einhver misskilningur í þessu reikningsdæmi.. (þínu).

Og ég sleppi að svara skítkastinu frá þér í niðurlagi svarsins - Það var bæði aumt og þér hvort sem er til minnkunar.

Ég var bara að tala "generalt"um laun í landinu...en það skildir þú ekki, "Rétti hlutur".

Reyndu aftur og komdu með annan svipaðan brandara.

Fljótlega.

Már Elíson, 30.7.2013 kl. 19:32

11 identicon

"Höfum hlutina rétta"   þarna held ég að þú hafir hitt naglann þráðbeint á höfuðið.

Og ef þetta er rétt, þá á þessi kona EKKERT erindi á þing.  Sú er hæf til að finna lausnir fyrir heimilin - eða ekki.

Kona (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband