Bjarni skilur ekki að verðtryggingarformúlan er svindlreikningur

Það var ekki við því að búast að formaður Sjálfstæðisflokksins kæmi með tímamótatillögu um aðgerðir til leiðréttingar á verðtryggðum lánum, enda hefur ekki örlað á skilningi á grundvallaratriðum vandans hjá Sjálfstæðisflokknum á þessu kjörtímabili.

Kannski skilur Bjarni ekki að það er vitlaust reiknað.  Hann er einn af svo mörgum valdamönnum þessa samfélags sem kann ekki að setja sig í annarra spor til að skilja vandann. En svo getur verið að hann viti allt um þetta en hafi ekki siðferðislegan skilning á því að það sé rangt að hafa af fólki eignir þess með klækjum.


mbl.is Vilja endurskipuleggja íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held að það væri gott hjá Bjarna að gera sér líka grein fyrir því að það er langbest að losna við verðtrygginguna fyrir alla .Ekki bara launþegana og lánþegana heldur fyrir þjóðina alla.Heilbrygt og réttlátt fjármálakerfi er nauðsynlegt hverri þjóð.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.2.2013 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband