Undarleg afstaða Steingríms Joð.

Það var sérkennilegt að heyra Steingrím J. Sigfússon fullyrða það í sjónvarpsviðtali, að þó svo finndist olía á drekasvæðinu væri alveg óvíst að leyfi til vinnslu yrði veitt. Maður hefði haldið að það lagi í hlutarins eðli að úr því lagðir væru fjármuni í olíuleit þá myndi verð veitt leyfi til vinnslu. Að sjálfsögðu er þó ekkert vinnslu leyfi án kvaða um öryggi og vinnsluaðferðir og flutninga. En Steigrímur J. virðist halda að hægt verði að taka geðþóttaákvörðun um vinnslu leyfi ef olía finnst.

mbl.is Söguleg undirskrift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Kjartan.

Þetta er svona álíka eins og að hann samþykkti "þvert gegn vilja sínum" að hans sögn að sækja um ESB aðild gegn samþykktum VG og líka yfirlýstum vilja mikils meirihluta stuðningsmanna flokksins.

En þykist svo í orði en ekki á borði vera á móti ESB aðild.

Þetta er að ganga af flokknum steindauðum !

Þetta er náttúrulega ekkert annað en hippókratismi og pólitískur geðklofi á mjög háu stigi !

Gunnlaugur I., 4.1.2013 kl. 22:44

2 identicon

Sælir; Kjartan síðuhafi - Gunnlaugur, og aðrir gestir þínir, Kjartan !

Síðan hvenær; hefir kommúnistum verið treystandi, fyrir nokkrum hlutum, ágætu drengir ?

Þekkið þið ekki söguna; betur en þetta - Kjartan og Gunnlaugur ?

Með Falangista kveðjum góðum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 23:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Steingrímur J og aðrir Kommúnista eru hættulegir öllum Samfélögum.

Vilhjálmur Stefánsson, 4.1.2013 kl. 23:33

4 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Án þess að ég sé á nokkurn hátt að verja Steingrím; en er þetta ekki spurning um áhættumat (svona þar sem við erum nú einu sinni fiskveiðiþjóð og það að olíuslys eins og gerðist í Mexikóflóa myndi valda hreint út sagt hörmulegum afleiðingum)?

Viðar Helgi Guðjohnsen, 5.1.2013 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband