Séra Hildur Eir axli ábyrgð.

Það að axla ábyrgð er að taka afleiðingum gerða sinna, -bæði því sem maður segir eða segir ekki og því sem maður gerir eða gerir ekki. Hvað segir Hildur Eir?: "Þetta var góður fundur og samhljóma rödd um að nú þurfi að bregðast við réttlátri reiði þjóðarinnar sem m.a. endurspeglast í tíðum úrsögnum úr kirkjunni," Hverjir sögðu sig úr kirkjunni og af hverju? Veit Hildur Eir það? Nei, hún veit það ekki, því það eru engar skráðar upplýsingar til um forsendur úrsagnanna. Hún talar um réttláta reiði án þess að útskýra í hverju þessi réttláta reiði sé fólgin. Hún talar um að þjóðin sé sár út í ráðaleysi yfirstjórnar kirkjunna. Það er bara bull, -þjóðin er ekkert sár út í yfirstjórn kirkjunna og Hildur Eir hefur engar sannanir fyrir því. Og þó svo 3.500 til 6000 manns hafi sagt sig úr kirkjunni, þá er það bara allt í lagi. Farið hefur fé betra. Þeir sem hafa sagt sig úr kirkjunni vegna ásakana um kynferðislega áreitni fyrrverandi biskups eru örugglega ekki kristið fólk. Kristið fólk heldur sig við kristinn boðskap, sem getur tekið á öllum mannlegum brestum, -er skilningríkur, kann að fyrirgefa og kryfjar málin með sannleikan að leiðarljósi.

Það er hvorki trúverðugt eða ábyrgðarfullt að ræða mál og gera ályktanir á ímynduðum forsendum eins og Hildur Eir gerir.


mbl.is „Kirkjan þarf að axla ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú og fólk eins og þú "hinir réttlátu" eruð ástæðan fyrir að við hin sögðum okkur úr kirkjunni. þú mátt alveg vera viss um það. Fullvissa þín um að Guð sé með þér og engum öðrum er einmitt ástæðan fyrir öngþveiti Kirkjunnar. " Kristið fólk heldur sig við kristinn boðskap, sem getur tekið á öllum mannlegum brestum, -er skilningríkur, kann að fyrirgefa og kryfjar málin með sannleikan að leiðarljósi." Einmitt það sem þú ekki vilt. Það sem þú vilt er ÞÖGN. Ekki ræða, ekki tala um , ekki taka afstöðu. Þú trúir ekki í raun á Guð og alls ekki á jesú, ef þú gerðir það gætir þú ímyndað þér hvað honum fyndist um þetta. Hann væri nefnilega lítið hrifinn af kirkjunni í augnablikinu, lítið hrifinn af kapítalseringunni þar, pólitíkinni, flokkadráttum og af öllu tilraun til að kúga lítilmagnann. hann nefnilega sagði manstu "það sem þú gerir einum af mínum minnstu bræðrum..." ég held að þú og Jesú væruð ekki vinir. Ég held að jesú væri búinn að segja sig úr þjóðkirkjunni fyrir löngu ef hann hefði yfirleitt nokkru sinnsi samþykkst að ganga í hana. Hann stæði með okkur hinum og iðkaði sína trú.

steinunn fridriksdottir (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 12:08

2 identicon

Ágæti Kjartan!

Jón Hólm Stefánsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:03

3 identicon

Þessi athugasemd þín er íhugunarverð fyrir kristið fólk sem og alla þá, sem vilja afslappaða skoðun á þessum erfiðu málum. Úrsögn úr kirkjunni gerir söfnuðum erfitt fyrir; það er ekki leiðin fyrir kristið fólk til að laga það sem betur þarf að fara og má fara í kirkjunni okkar. En hafðu þökk fyrir þennan pistil, sem er í anda margra er ekki hafa haft kjark til að tjá sig á þessum nótum.

Jón Hólm Stefánsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 14:10

4 identicon

Kristni er trú þeirra ábyrgðarlausu; Enginn þarf að standa ábyrgur gjörða sinna, bara að segja að Sússi sé bestur af öllum.

Þetta skýn algerlega í gegnum þennan pistil; Takk fyrir að sýna fólki hveru illa kristni hefur leikið þitt siðferði!

DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 15:28

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Er þér alvara maður? Það eru fullmargir konsertar í gangi í höfði þínu......verð að segja að þetta er einhver alvitlausasta nálgun á þessi mál, sem ég hef séð hingað til, að fáránlegri hegðan núverandi biskups meðtalinni...en það verður þó að teljast nokkuð.

Haraldur Davíðsson, 18.7.2011 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband