Það var ekki verið að kjósa um einhverja dómstólaleið.

"sem fékk mann til að líða betur með að ljúka málinu með tiltölulega góðum samningi, en að ljúka því með dómsmáli."

Vill ekki Lögfræðingurinn Lárus Blöndal bíða aðeins með að tala um dómsmál þangað til Bretar og Hollendingar hafa lagt fram kæru í málinu.

Forsætisráðherra sagði í fréttum RÚV að við Íslendingar hefðum hafnað samningaleiðinni og valið dómstólaleið. Er forsætisráðherrann ekki með réttu ráði? Við Íslendingar höfnuðum þessum Icesave samningi, en við höfnuðum ekki um leið að gera enn einn ssmninginn. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni höfnuðum við þessum Icesave samningi, en völdum ekki um leið að fara einhverja ímyndaða dómstólaleið. Það hefur enginn ennþá lagt fram kæru.

Væri ekki rétt fyrir íslensk stjórnvöld og lögfræðinga sem eru í vinnu fyrir þessi sömu stjórnvöld að fara að snúa sér að einhverju öðru en þessum taugaveiklaða ímyndunarleik um "dómstólaleiðir". Nú er þetta Icesave mál búið og við þurfum engum tíma eða orku að eyða í það meir, fyrr en þá að í ljós kemur að lögð hefur verið fram formleg kæra á hendur okkur.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er komin frá ESA. Þeir ætluðu bara að fella hana niður ef samningurinn væri felldur.

Mér finnst þetta flott hjá honum. Hann hefur alltaf haldið fram að við hefðum sterk rök í Icesave og sennilega hefði helv... svavars samningurinn verið samþykktr ef hann og Stefán Már hefðu ekki skrifað allar sínar greinar á móti. Hann var samt alltaf þess fullviss að þessi samningur væri samt betri en dómstólaleiðin. Enda sýnist manni það  líka. Nú er hún út af borðinu og þá er hann ekkert að skríða í skotgrafirnar heldur reynir bara að finna næst bestu leið út.

Vilborg@gmail.com (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:42

2 identicon

Sorrý.. smá villa.. Þeir ætluðu náttúrulega að gleyma þessari kæru hjá ESA ef samningurinn yrði SAMÞYKKTUR!

Vilborg (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sammála með að menn eru full fljótir að álykta að dómstólaleiðin verði farin.  Ekki nema það liggi fyrir frá Bretum og Hollendingum.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2011 kl. 00:07

4 identicon

Björgólfur hefur farið upp úr fertugasta og eitthvað sæti yfir í tuttugasta og eitthvað á listanum yfir ríkustu menn heims síðan þessi ríkisstjórn tók til starfa og í skjóli hennar, sem sagt hafa þau hjálpað honum að verða helmingi ríkari. Hans líkar og meintir "forkólfar atvinnulífsins" geta tekið að sér að greiða þessa skuld. Og vinstrimenn geta hætt að svíkja eigin hugsjónir og látið þá greiða sem greiða ber, og saklausan almenning ekki!

Arna (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:12

5 identicon

  

Það er merkilegt að sjá, að þeir sem töpuðu kosningunni um Icesave eru ennþá að flytja sama bullið. Engar líkur eru til að ESA láta verði af hótunum sínum, enda hafa þeir sjálfir formlega úrskurðað að Neyðarlögin voru að stærstum hluta í samræmi við lög og reglur. Í úrskurðinum 15. desember 2010 komst ESA að þeirri niðurstöðu að sá þáttur sem varðaði stofnun nýgju bankana var fullkomlega eðlilegur og réttur. Einnig að framkvæmdin sem FMS hafði með höndum við stofnun nýgju bankanna hefði verið framkvæmd á eðlilegan og réttan hátt.

Hinn þáttur Neyðarlaganna varðar forgang innistæðu-eigenda. ESA vill meina að sá þáttur hafi valdið mismunun og það er rétt. Á grundvelli þessa þáttar fengu Bretar og Hollendingar forgang og þeir einir. Þennan þátt ættum við samstundis að fella niður og bjarga þannig háum upphæðum sem Seðlabankinn og lífeyrissjóðir landsins munu annars tapa sem almennir kröfuhafar. ESA hefur engan minnsta grundvöll fyrir þessum málflutningi.

Svo er ESA að gefa í skyn að ekki hafi verið farið eftir tilskipun 94/19/EB. Þeir ættu þá að horfa í eigin barm eftir 10 ára skoðun á þessari innleiðingu. Allur er málflutningur ESA hreinn þvættingur og engar líkur til að þeir fylgi hótunum sínum eftir.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband